um vitANOVA

Markmið okkar er að gera lífið öruggara, þægilegra og sjálfstæðara – fyrir alla.

Vitanova er íslenskt fyrirtæki sem leggur áherslu á að bjóða notendavænar lausnir sem styðja við sjálfstæði, öryggi og bæta lífsgæði fólks með fjölbreyttar þarfir. Hvort sem um er að ræða einstaklinga, aðstandendur eða fagfólk í heilbrigðisþjónustu. 


Að baki Vitanova standa Soffía Arngrímsdóttir og Védís Einarsdóttir, sem sameina dýrmæta reynslu og faglega innsýn úr ólíkum greinum heilbrigðisgeirans.

Að baki Vitanova

Að baki Vitanova standa Soffía Arngrímsdóttir og Védís Einarsdóttir, sem sameina dýrmæta reynslu og faglega innsýn úr ólíkum greinum heilbrigðisgeirans. 

Soffía Arngrímsdóttir

Soffía er menntaður fótaaðgerðafræðingur og sjúkraliðanemi með langa reynslu úr heilbrigðisþjónustu, bæði í heimahjúkrun og innan stofnana. Hún hefur rekið eigin stofu þar sem hún veitir einstaklingsmiðaða og faglega meðferð með áherslu á vellíðan, virðingu og hlustun. Í gegnum störf sín hefur hún öðlast djúpan skilning á þörfum einstaklinga með langvinna sjúkdóma, öldrunartengda kvilla og hreyfihömlun, og nýtir þá þekkingu í þróun hagnýtra lausna sem skipta máli í daglegu lífi. 

Védís Einarsdóttir

Védís er iðjuþjálfi með menntun frá Noregi og hefur víðtæka reynslu af endurhæfingu og heimahjúkrun. Hún hefur starfað með fólki á öllum aldri, með sérstaka áherslu á að styðja við þátttöku og virkni í daglegum athöfnum. Védís leggur áherslu á að finna lausnir sem eru ekki aðeins nytsamlegar heldur líka aðgengilegar,auka sjálfstæði og bæta lífsgæði. 

Markmið okkar er einfalt:

Að gera lífið öruggara, þægilegra og sjálfstæðara

Saman nýtum við okkar sameiginlegu reynslu, innsýn og faglega nálgun til að velja vörur sem við vitum að geta skipt máli. Við vinnum af alúð og ábyrgð og setjum notandann alltaf í fyrsta sæti.